

Alla mánudaga kl. 20:00 á twitch.tv/gametiviis


Afi tölvuleikjanna byrjaði með GameTíví fyrir síðustu aldamót og hefur verið hluti af því síðan þá. Fyrsta tölvan hans var Sinclair Spectrum og fyrsti leikurinn sem hann spilaði var Manic Miner.
Óli man þegar leikir voru spilaðir í svart-hvítu enda eldri en ljósið. Kvikmyndasmekkur hans er umdeildur, en uppáhalds myndin hans er Grown Ups 2 og aðrar myndir með Adam Sandler.


Tæknitröll GameTíví og fyrrum atvinnumaður í rafíþróttum. Okkar allra besti Dói veit fátt betra en eitthvað með Vogaídýfu.
Þó að það sé ekki alltaf hátt á honum risið, hefur hann hleypt miklu fjöri í GameTíví streymin. Fyrsti leikurinn hans var Sonic, en hans uppáhalds er Day of Defeat.
Sturluð staðreynd um tæknimanninn er að hann er með sítt rokkarahár í ökuskírteininu sínu og fer það honum mjög vel.


Eftir að Sverrir Bergmann yfirgaf GameTíví ráfaði Óli Jóels einn um þáttinn þangað til að hann fann Tryggva sinn á froðudiskóteki á Ibiza. Saman börðust þeir í þættinum og bjuggu meðal annars til Bleiku fjöðrina og fleira.
Uppáhalds leikur Tryggva er Age of Empires II og fyrsti leikurinn sem hann spilaði var Warlords 3: Reign of Heroes.


Á síðustu árum hefur Kristján Einar orðið andlit rafíþrótta á Íslandi enda búinn að stýra ótal útsendingum í Vodafone deildinni og öðrum viðburðum tengdum rafíþróttum. Kristján elskar að spila bílaleiki enda fyrrum atvinnumaður í Formúlu akstri.
Fyrsti leikurinn hans var Mario Kart á SNES og eru F1 leikirnir einnig í miklu uppáhaldi.
Skráðu þig á póstlistann
Fáðu nýjustu fréttir frá GameTíví beint í pósthólfið þitt!